London 2012 - Fyrri hluti leika
Síðustu daga hefur verið stíf dagskrá hjá íslensku þátttakendunum á Ólympíuleikunum í London.  Frá því að leikarnir voru settir þann 27. júlí sl. hafa okkar keppendur í sundi, badminton og júdó verið í keppni og lokið henni.  Í skotfimi hefur Ásgeir Sigurgeirsson þegar keppt í einni grein og á aftur að keppa sunnudaginn 5. ágúst.  Handknattleiksliðið hefur nú lokið þremur leikjum í riðlinum og mun keppa síðar í dag auk þess sem að keppni í frjálsíþróttum er hafin, en Óðinn Björn Þorsteinsson keppti í kúluvarpi í gær.

Keppnin er ekki það eina sem á sér stað á meðan á leikunum stendur.  Mennta- og menningarmálaráðherra var með móttöku í sendiráði Íslands sunnudaginn 29. júlí sl. og þá hafa fjölmargir aðilar heimsótt Ólympíuþorpið undanfarna daga.

Fjölmiðlar hafa verið virkir í umfjöllun sinni um leikana.  Tveir blaðamenn og tveir ljósmyndarar eru frá Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á leikunum, auk þess sem að fjölmennt lið er frá Ríkissjónvarpinu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af því sem hefur átt sér stað á leikunum.