Íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíuþorpið

Á Ólympíuleikum tíðkast að bjóða allar þjóðir velkomnar með sérstakri athöfn sem kallast "Team Welcome Ceremony". Athöfnin fyrir íslenska hópinn var haldinn á miðvikudaginn síðastliðinn og voru forsetahjónin viðstödd ásamt sendiherra Íslands í

Á Ólympíuleikum tíðkast að bjóða allar þjóðir velkomnar með sérstakri athöfn sem kallast "Team Welcome Ceremony". Athöfnin fyrir íslenska hópinn var haldinn á miðvikudaginn síðastliðinn og voru forsetahjónin viðstödd ásamt sendiherra Íslands í Bretlandi og frú og fleiri gestum. Athöfnin var létt, skemmtileg og skrautleg og í lok hennar var lagið Don't stop me know, sem Queen gerði ógleymanlegt, flutt af hæfileikaríkum listamönnum með tilheyrandi skrautsýningu. Titill lagsins er viðeigandi því afreksfólkið okkar lætur ekkert stöðva sig og stefnir að góðum árangri á leikunum. Hér má sjá íslenska hópinn ásamt forsetahjónunum í Ólympíuþorpinu að lokinni athöfn.