London 2012 - Það fjölgar í þorpinu

Þessa dagana er í nógu að snúast í Ólympíuþorpinu í London.  Á mánudaginn komu í þorpið íslenskir keppendur í frjálsíþróttum og badminton, en áður var Ásgeir Sigurgeirsson, keppandi í skotfimi kominn á svæðið.  Þriðjudag mætti sundhópurinn beint frá Frakklandi þar sem hann hafði verið í æfingabúðum og miðvikudag landslið karla í handknattleik. 

Á fimmtudag er svo von á síðustu íslensku keppendunum í þorpið en þann dag fer svo fram sérstök móttökuhátíð fyrir íslenska hópinn.  Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verður viðstaddur þá hátíð og mun heimsækja vistarverur íslenska hópsins ásamt fleiri gestum.

Á myndinni má sjá íslenska sundhópinn fyrir framan vistarverur íslenska liðsins.  Á myndina vantar Árna Má Árnason.