London 2012 - Forseti IOC í Ólympíuþorpinu

Í dag mánudaginn 23. júlí var margt um að vera í Ólympíuþorpinu í London. 

Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), heimsótti þorpið ásamt fylgdarliði og var viðstaddur þegar friðarveggur var formlega vígður í þorpinu.  Við sama tækifæri voru fyrstu fatagjafir gefnar í söfnun á vegum IOC, en fatasöfnunin felur í sér að þátttakendur á leikunum er hvattir til að gefa íþróttafatnað til flóttamannahjálpar um víðan heim.  Söfnun sem þessi fór fyrst fram í Aþenu 2004 og hefur verið fastur liður á Ólympíuleikum síðan.