London 2012 - Nike skór á þátttakendur
Íslenski hópurinn á leikunum í London mun klæðast fatnaði og skóm frá Nike.  Ólympíuþátttakendur hafa verið í Nike skóm á leikum síðustu ára og hefur verið gott samstarf við umboðsaðila Nike á Íslandi.  

Að þessu sinni er ÍSÍ í samstarfi við Nike International og kom sending af skóm til Ólympíuþorpsins fyrir leikana.  Geymslur íslenska liðsins líkjast því skóverslun þessa dagana, en á myndinni má sjá þá Dale og Klaus, aðstoðarmenn íslenska liðsins, við skólager Íslands.