London 2012 - Gott veður á Ólympíuleikum
Undanfarnar vikur hefur verið mikið spáð í veðrið á Ólympíuleikunum enda hefur mikil rigning verið áberandi í Englandi.  Í gær og í dag hefur veðrið hins vegar batnað til muna og er spáð hitabylgju nú á næstu dögum.  Hvort það veður haldi út leikana er erfitt að segja, en engu að síður hefur veðrið batnað til muna eftir að Íslendingar mættu í Ólympíuþorpið á föstudag og í gær.

Á myndinni má sjá yfir Ólympíusvæðið þar sem setningarhátíðin fer fram á föstudaginn.