London 2012 - Skotmenn mættir á svæðið
Í gær mætti Ásgeir Sigurgeirsson, sem keppir í skotíþróttum á leikunum, í þorpið ásamt þjálfara sínum Ragnari Skanaker og flokksstjóra Halldóri Axelssyni.  Ásgeiri leyst vel á aðstæður og Halldór og Ragnar tóku strax til við að undirbúa dagskránna framundan.

Á mánudag er svo von á næsta hópi af þátttakendum og svo heldur það áfram út vikuna, allt fram að setningarhátíð föstudaginn 27. júlí.