Ólympískur tengiliður

Flestar þjóðir sem eiga keppendur á Ólympíuleikunum hafa sérstakan ólympískan fulltrúa eða tengilið sem sér um samskipti við skipuleggjendur leikanna fyrir hönd viðkomandi ólympíunefndar.
Axel Nikulásson, sendiráðunautur í Sendiráði Íslands í Bretlandi, er ólympískur tengiliður ÍSÍ (Olympic Attaché) á leikunum í London. Axel er vanur maður því hann var einnig í þessu hlutverki á Ólympíuleikunum í Kína, sem starfsmaður sendiráðsins þar.  Aðstoð hans og Sendiráðs Íslands í Bretlandi við undirbúning og á meðan á leikunum stendur er ómetanleg.
Hér eru þeir félagarnir, Andri Stefánsson aðalfarstjóri og Axel Nikulásson fyrir utan innganginn í bygginguna sem hýsa mun íslenska hópinn og skrifstofu ÍSÍ í Ólympíuþorpinu.