Ólympíuþorpið
Nú eru einungis tíu dagar í setningarhátíð Ólympíuleikanna.  Andri Stefánsson aðalfararstjóri ÍSÍ á leikunum sótti síðasta undirbúningsfundinn fyrir leikana í London í síðustu viku og var í mörg horn að snúast.  Andri fékk meðal annars vistarverur íslenska hópsins afhentar og verður hópurinn vel staðsettur í þorpinu.  Á myndinni hér má sjá bygginguna sem íslenski hópurinn mun búa í á meðan á leikunum stendur.