Krakkar skylmast í Ólympíuviku!
Ólympíuvika ÍSÍ er í fullum gangi.  Fjölbreytt dagskrá er í gangi, krakkar kynnast nýjum íþróttagreinum og afreksíþróttafólkið okkar fer í heimsóknir.  Í dag fór meðal annars hópur frá frístundaheimilinu Laugaseli í heimsókn í æfingaaðstöðu skylmingaíþróttafólks í Baldurshagann þar sem þau kynntust skylmingaríþróttinni.  Var mikið fjör hjá krökkunum og aldrei að vita nema upp úr þessum hópi spretti afreksíþróttafólk í skylmingum!