Bjartur 2012 - Fyrsta sólarhringsrathlaupið á Íslandi
Sólarhringsrathlaup verður í fyrsta sinn haldið á Íslandi í Jökuldalsheiði helgina 30. júní til 1. júlí. Rathlaup, sem er nýleg íþrótt innan ÍSÍ, reynir á ýmsa þætti, svo sem rötun, kortalestur, hreyfingu, úthald og samvinnu en keppt verður í liðaflokki. Styttri útgáfur af hlaupinu eru einnig í boði.
Sænautasel í Jökuldalsheiði verður miðpunktur rathlaupsins. Þaðan verða keppendur ræstir.
Það eru Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA), sveitarfélagið Fljótsdalshérað og ferðaþjónustufyrirtækið Austurför sem standa fyrir rathlaupinu.
Nánari upplýsingar um hlaupin má finna á www.uia.is eða Facebook-síðu rathlaupsins: http://www.facebook.com/Bjartur2012.
Skráningar skulu berast skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða á netfangið uia@uia.is. Skráningafrestur í lengri hlaupin eru til 24. júní en í fjölskylduhlaupið til 10:30 á keppnisdegi. Allir keppendur í fjölskylduflokki fá viðurkenningu fyrir þátttökuna en glæsileg verðlaun eru veitt fyrir stigahæsta liðið í annars vegar tíu tíma hlaupinu og hins vegar 24 klst hlaupinu.Jökuldalsheiðin:
Myndin er frá Sænautaseli í Jökuldalsheiði sem verður miðstöð keppninnar en þar má fá heita kjötsúpu á meðan henni stendur.